Frábær flugnagildra frá Toloco/Fenun sem laðar að sér lúsmý og smáar flugur með því að nýta flugnasækið útfjólublátt ljós (UV) sem einnig líkir eftir líkamshita. Gildran er með öflugu loftsogi sem grípa flugur sem sækja í ljósið og sogar þær niður á sérstakt límspjald á botni hennar. Gildran er 5w og er tengd rafmagni, tölvu eða öðrum aflgjafa með venjulegu USB tengi.
Reynsla hefur fengist á notkun tækisins hér á landi og virkar það einstaklega vel á lúsmý. Árangurinn sést strax við skoðun á límspjaldinu. Hentar vel samhliða lúsmýsneti í gluggum til að ná því lúsmý sem sleppur inn t.d. við umgang um úti- eða svaladyr.
- Gildran virkar best í myrkri eða rökkri.
- Einungis til nota innanhúss.
- Engin lykt eða óheilnæm efni.
- Tækið er lágvært.
- Óhætt af hafa nærri börnum eða gæludýrum.
- Auðvelt að þrífa, einungis þarf að skipta um límbotn á nokkurra vikna fresti.
- 5W USB tenging.
- Hægt að hafa með í útilegu ef það er tengt hleðslubanka.
- Tækið er 22 cm á hæð og 9 cm á breidd.
- 122 cm. löng USB snúra.
- 10 límbotnar fylgja með sem eiga að duga þrjú eða jafnvel fleiri lúsmýstímabil. Hægt að kaupa staka límbotna þegar þeir klárast.
- Tækið er CE vottað.
Sjá YouTube videó hér sem lýsir virkni tækisins: