- Settu fjölda lengdarmetra í reitinn hér að ofan og ýttu á "setja í körfu".
- Lúsmýsnetin eru úr níðsterku en dúnmjúku polyester og eru sérstaklega hönnuð fyrir lúsmý og því miklu fíngerðari en mörg af þeim flugnanetum sem eru í boði.
- Lúsmýsnetin eru með um 160 göt á fersentímeter sem gerir þau fullkomlega lýsmýsheld.
- Þau eru dökk á litinn sem gerir þau næstum því ósýnileg þegar þau eru komin fyrir glugga.
- Netin eru 137 cm. breið og seljast eftir lengdarmetrum. Einn lengdarmetri af netinu er þá 137x100 cm. eða 1,37 fermeter.
- Ef keyptir eru fleiri en einn lengdarmetri er efnið afhent í samfelldum renningi en ekki klippt.
- Kaup og uppsetning á þessum netum er mjög hagkvæm og einföld lausn til varnar lúsmý borið saman við aðkeypta sérsmíði.
- Gerið samanburð á verði og gæðum.
Að búa til varanlega vörn:
- Við mælum með því að strengja netið á sérstakan ramma sem fellur þétt inn í þá opnanlegu glugga sem þarf að verja, eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum.
- Hér er um einfalda smíði að ræða sem flestir ættu að ráða við. Hér þarf einungis málband, trélista (t.d. 2,0 x 2,0 cm. sem fást í Byko eða Húsasmiðjunni) litla málmvinkla til að styrkja hornin á rammanum og heftibyssu.
- Síðan er hægt að sauma (eða líma) góðan rennilás á netið þannig að hægt sé að opna og loka glugganum. Þegar búið er að sauma (eða límið er þornað) er rennilásinn opnaður og skorið á milli til að búa til opnun.
- Römmunum er síðan tillt inn í gluggann og haldið föstum t.d. með örsmáum nöglum.
- Á veturna er síðan hægt að fjarlægja rammana og koma þeim í geymslu þar til fer að vora og lúsmýið fer aftur á kreik.....
- Einnig er hægt að festa netið á gluggakarm með riflás (frönskum rennilás). Þá er annar hluti franska rennilássins festur á netið en hinn á gluggakarminn. Við seljum einnig riflása hér á heimasiðunni.
Athugið að festingar, rennilásar eða riflásar fylgja ekki vörunni en hægt að kaupa sér.